Nimble

Nimble hreinlætisvörurnar eru húðvænar vörur unnar úr plöntuhráefnum sem eru ekki bara góðar fyrir börnin, heldur plánetuna um leið.  Hér er því kominn fyrirtaks valkostur fyrir barnafólk sem er umhugað um umhverfið.

Laundry Lover

Nimble Laundry Lover þvottaefnið er alfarið unnið úr plöntuháefnum og innheldur einungis ofnæmisfrí ilmefni. Það er án húðertandi ensíma, litarefna og litskerpandi efna og fer því vel með viðkvæma húð.

Nimble Laundry Lover þvottaefnið inniheldur mun færri innihaldsefni en í hefðbundnum þvottaefnum, enda hugsað til að þrífa vel bletti í fatnaði barna.

Innihaldsefni: pareth-7, sodium olefin sulfonate, trisodium citrate, glycerol, potassium cocoate, water, sodium alkyl benzene sulphonate, sodium cumene sulphonate, phenoxyethanol, sodium carboxymethyl inulin, ilmefni, polyvinylpyrrolidone.

Nappy Lover

Nimble Nappy Lover taubleyjuþvottaefnið er sérhannað til að þvo taubleyjur og skilar þeim skínandi hreinum og yndislega mjúkum. Það leysist alveg upp og skilur því ekki eftir sig þvottaefnisleifar í bleyjunum eftir þvott.

Þvottaefnið er án húðertandi ensíma, litarefna og litskerpandi efna og fer því vel með viðkvæma húð. Innihaldsefnin eru mun færri en í hefðbundnum þvottaefnum.

Þvottaduft sem dugir í allt að 40 þvotta.

Innihaldsefni: alkyl polyglucoside, sodium alkyl sulphate, sodium carbonate, sodium sulphate, sodium chloride, sodium percarbonate, sodium silicate, zeolite, citric acid, acrylic/maleic acid copolymer, ilmefni.

Cuddle Lover

Nimble Cuddle Lover mýkingarefnið hefur verið sérhannað fyrir barnaföt og annan þvott fyrir börn svo sem sængurfatnað og teppi.  Mýkingarefnið fer vel með þvottinn og skilar honum mjúkum eins og nýjum. 

Einstaklega húðvænt mýkingarefni unnið úr plöntuhráefnum án kemískra og húðertandi efna.

Endist í allt að 70 þvotta.

Innihaldsefni: Esterquat, Ammonium salt, Phenoxyethanol, ilmefni, vatn.